Ágætu foreldrar
Í ljósi nýjustu tilmæla Almannavarna þarf að endurskoða skipulag skólastarfsins í Dalvíkurskóla frá og með miðvikudeginum 25. mars. Sóttvarnir eru forgangsmál hjá öllum í samfélaginu og eiga þær við alls staðar og alltaf. Hólfun skóla verður enn markvissari en verið hefur og tekið verður fyrir allan ónauðsynlegan samgang á milli þeirra hvort sem um nemendur eða starfsfólk er að ræða.
Skólastarfið verður því með eftirfarandi hætti:
1.-7. bekkur mætir áfram í skólann á sama tíma og verið hefur og fer heim á sama tíma.
8.-10. bekkur verður eingöngu í heima- og sjálfsnámi með aðstoð kennara og mætir ekki í skólann fyrr en annað verður gefið út. Kennarar munu fylgjast með náminu og aðstoða í gegnum síma eða tölvu.
Bestu þakkir fyrir ríkan skilning á stöðunni og það er gott að finna hvernig samtakamátturinn fleytir okkur áfram við aðstæður sem þessar.
Friðrik Arnarson
skólastjóri Dalvíkurskóla
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is