Þessa vikuna eru 10 grænlensk börn í heimsókn hjá okkur í skólanum. Krakkarnir koma frá bænum Ittoqqortoormiit á A-Grænlandi og gista í heimahúsum, fara á sundnámskeið, hestbak, golf, klifurveggin og margt fleira. Í dag fóru krakkarnir í heimsókn út á Byggðasafn til að skoða grænlenska sýningu sem þar var opnuð í gær. Krakkarnir eru á Dalvík í tilefni sýningarinnar og dönsuðu í Bergi við opnunina. Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar í dag.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is