Í dag fögnuðum við þorrabyrjun í skólanum. Nemendur eldra stigs mættu prúðbúnir í skólann og stelpurnar buðu strákunum í morgunkaffi. Yngri nemendur gerðu ýmislegt í tilefni dagsins, t.d. fóru nemendur 3. bekkjar í nuddhring. Ekki má gleyma kökuhlaðborði á kennarastofunni, en þar buðu konurnar karlpeningnum upp á veitingar. Hér eru nokkrar myndir.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is