Æfingar fyrir árshátíðina standa nú yfir og er óhætt að segja að mikil spenna sé í húsinu. Á myndunum má meðal annars sjá 5. - 7. bekk sem bíða þolinmóð á ganginum eftir því að komast á svið. Til að létta biðina hóf Styrmir leik á píanóið og krakkarnir tóku að sjálfsögðu undir. Söngurinn ómaði um allann skólann og verður gaman að sjá afrakstur æfinga hja þessum hæfileikaríku og skapandi krökkum í næstu viku.








|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is