Aðalfundur foreldrafélags Dalvíkurskóla - fundargerð

Fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Dalvíkurskóla

Fundur haldinn rafrænt 14. Október 2020 klukkan 17:00. Fjórtán mættu á fundinn

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

Freyr Antonsson sagði frá starfi félagsins á árinu. Stjórnina skipuðu: Freyr Antonsson formaður, Jolanta Brandt gjaldkeri Ragnhildur Haraldsdóttir, Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, Ingimar Guðmundsson, Kristín Heiða Garðarsdóttir. Félagið rukkaði inn félagsgjöld í janúar og borguðu 114 heimili árgjaldið eða um 71%. Félagið keypti stressteygjur, bækur og teppi á bókasafn. Frestað var kaupum á bókum á pólsku en áætlað að ljúka kaupum á þessu skólaári. Undirbúningi skólagarða var frestað vegna snjóa. Öllum áætlunum um fyrirlestra var frestað vegna Covid 19. Reikningar fyrir árgjald í foreldrafélaginu verða sendir út í nóvember 2020. 

Skýrsla samþykkt.

2. Ársreikningur

Tekjur félagsins af félagsgjöldum voru 228.000 kr. og 14. Október átti félagið 448.507 kr. á reikningi. Ákveðið var óbreytt ársgjald 2.000 kr. Hér er hægt að skoða ársreikning.

Reikningar samþykktir

3. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar.

4. Kosningar

Stjórnin gaf öll kost á sér aftur og var endurkjörin. Freyr Antonsson formaður, Jolanta Brandt gjaldkeri Ragnhildur Haraldsdóttir, Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, Ingimar Guðmundsson og Kristín Heiða Garðarsdóttir.

5. Önnur mál

Skólagarðar

Hafinn er undirbúningur að svæði fyrir skólagarða sunnan Brimnesár á svæði sem áður hýsti skólagarða og kartöflugarða. Svæðið verður undirbúið fyrir veturinn og þannig tilbúið til ræktunar í vor. Verkefnið er samstarf Foreldrafélags Dalvíkurskóla, Dalvíkurskóla og Dalvíkurbyggðar.

Tvær ályktanir voru samþykktar á aðalfundi foreldrafélags Dalvíkurskóla

Samskiptateymi

Foreldrafélag Dalvíkurskóla hvetur til stofnunar samskiptateymis þar sem foreldrar hafa vettvang til að viðra áhyggjur sínar af slæmum samskiptum samnemenda innan sem utan skóla. 

Foreldrar geti í gegnum samskiptateymi Dalvíkurskóla upplýst um leiðinleg samskipti samnemenda. 

Samskiptateymi upplýsi hlutaðeigandi foreldra um þessar áhyggjur og tillögur að umræðuefni foreldra við börnin sín. 

Samskiptateymi upplýsi starfsfólk um þessar áhyggjur og hvetur til viðræðna við og milli barna um mikilvægi góðra samskipta og virðingar.

Eftirfylgni um hvort breyting hafi orðið á samskiptum eða hvort svipuð atvik hafi átt sér stað.

Ítrekaðar athugasemdir um sömu börn leiði til frekari vinnu innan eineltisteymis.

Nesti nemenda

Foreldrafélag Dalvíkurskóla óskar eftir því við Dalvíkurskóla, fræðslu og menningarsvið og fræðsluráð að gerð verði kostnaðargreining, könnun meðal foreldra og fýsileika á að börn í Dalvíkurskóla fái graut, brauð og eða ávexti í skólanum milli klukkan 9 og 10 í stað nestis að heiman. 

 

Fundi slitið 17:45