Aðalfundur foreldrafélags Dalvíkurskóla

Aðalfundur foreldrafélags Dalvíkurskóla

Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn 6. desember. Á fundinum kynnti Júlía Margrét Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi, starf sitt við skólann. Júlía hefur starfað í um 20% starfi frá því í október og verið með fræðslu um kynferðisofbeldi og stafrænt ofbeldi ásamt því að bjóða upp á viðtalstíma fyrir nemendur.

Stjórn foreldrafélagsins var endurkjörin og í henni sitja:

Ingimar Guðmundsson, formaður.

Jolanta Brandt.

Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir.

Kristín Heiða Garðarsdóttir.

Nimnual Khakhlong.

Í lok fundarins afhenti foreldrafélagið skólanum hluta af spilum sem foreldrafélagið keypti fyrir skólann.