Á föstudaginn var rusladagur hjá Dalvíkurskóla. Við í 9. bekk tókum daginn snemma og fórum og tíndum rusl upp úr 9:30, þegar við vorum búin að tína vel af rusli eða 128 kg samtals þá var ekki annað hægt en að busla aðeins í sjónum þar sem að veðrið var svo gott. Nokkrir hugrakkir 9. bekkingar stungu sér til sunds en stærsti hlutinn dýfði bara rétt tásunum í sjóinn. Við náðum þó einni frábærri hópmynd af stærsta hluta hópsins. Myndir frá þessum frábæra degi má sjá hér.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is