Í síðustu viku fór sjöundi bekkur ásamt umsjónarkennara og umhverfisstjóra Dalvíkurbyggðar upp í fjall og gróðursettu þar 67 birkiplöntur. Nemendur sjöunda bekkjar hafa gert þetta undanfarin ár, en það er Yrkja, sjóður æskunnar til ræktunar landsins sem úthlutar grunnskólabörnum trjáplöntur til gróðursetningar. Árlega gróðursetja milli sjö og átta þúsund grunnskólanemar, frá í kringum hundrað skólum víðsvegar af landinu, tré á vegum sjóðsins sem var stofnaður árið 1992. Sjóðurinn var stofnaður í framhaldi útgáfu bókarinnar Yrkja, sem gefin var út í tilefni sextugsafmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is