Nemendur 4. bekkjar buðu fjölskyldum sínum á enskan veitingastað mánudaginn 13. maí. Þetta var hluti af enskuverkefni þar sem við höfum verið að læra um matvæli og borðbúnað undanfarnar vikur. Við samþættum verkefnið einnig við tölvufræði og stærðfræði. Við útbjuggum matseðla og pöntunarseðla í tölvufræði og tókum við greiðslum fyrir matinn í formi kennslupeninga sem lágu í umslagi á hverju borði. Hver nemandi kom með lasagne, pizzu eða kjúkling, ásamt meðlæti og sáu nemendur jafn framt um að leggja á borð og blanda drykki. Nemendur skiptu með sér hlutverkum, sumir tóku á móti gestum og vísuðu til borðs, aðrir þjónuðu til borðs og enn aðrir voru í eldhúsinu og sáu um að setja mat á diska.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is