Á dögunum fórum við í heimsókn í Mímisbrunn þar sem nokkrir félagar úr Félagi eldriborgara tóku á móti okkur og gripum við í spil saman. Gaman var að líta yfir salinn og sjá hvað allir voru einbeittir og áhugasamir, bæði ungir sem aldnir. Eftir að búið var að taka nokkur spil var okkur í 1. bekk boðið upp á djús og bakkelsi. Við þökkum enn og aftur kærlega fyrir okkur. Hér má sjá myndir frá þessari skemmtilegu stund.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is