Víkusamfélagið

Nú er bókasafnið búið að koma sér fyrir í nýju húsnæði og byrjað að starfa af miklum krafti. Hjá okkur hefur verið mikil umferð, bæði fólk að skoða húsið og sýningarnar og svo mjög margir sem nú ætla að láta verða af því að fá sér kort í bókasafninu. Nú er safnið í leiðinni hjá öllum sem fara um götur bæjarins.


Síðastliðið fimmtudagskvöld stóð bókasafnið fyrir fyrsta viðburði sínum í nýju húsnæði. Þar las Anna Kristín Arngrímsdóttir leikari, hugleiðingar Guðlaugs Arasonar rithöfundar frá æskuárunum á Dalvík og síðan leiklásu félagar úr Leikfélagi Dalvíkur upp úr leikgerð úr Víkursamfélaginu eftir Guðlaug.


Arnar Símonarson hefur að undanförnu verið að leikgera skáldsöguna Víkursamfélagið, sem Guðlaugur sendi frá sér 1978 og er fyrirhugað að Leikfélag Dalvíkur setji þetta verk upp á vetri komanda.