Skjalasafnið opnað á ný

Skjalasafnið opnað á ný

Skjalasafnið hefur ekki verið opið síðan  í  nóvember 2012.  Talsverðar breytingar hafa orðið á húsnæðinu og hefur nú bæst við safnið bókakostur um sögu og ættfræði. Auk þess hefur ljósmyndasafninu verið gert hærra undir höfði og því helgaður ákveðinn staður á safninu. Safnið verður opnað með formlegri athöfn föstudaginn 15. febrúar kl. 15:00. Sérstakur gestur við opnunina verður Jón Hjaltason sagnfræðingur. Allir eru velkomnir.