"Sjónvarpslaus fimmtudagur" - Kvöldopnun á bókasafni!

Við kynnum einnig til leiks nýjung hjá bókasafninu en það eru kvöldopnun einu sinni í mánuði. Kvöldopnanir verða á annan fimmtudag hvers mánaðar og verður þá opið frá 18.00-22.00.
 
Fyrsta kvöldopnunin er næstkomandi fimmtdag, 13. október frá 18:00-22:00.
 
Þessi kvöld verður hefðbundin opnun á bókasafni, opið fyrir skil, útlán og önnur erindi sem brenna á fólki en að auki verður hægt að setjast niður og spila borðspil í eigu bókasafnsins. Fólki er einnig frjálst að koma með sín eigin spil ef það vill koma saman og gera sér glaðan dag.
 
Við hvetjum einstklinga og hópa eindregið til að nýta sér rýmið fyrir samhristing, hópefli, sköpun og gleði!
Það verður opið á kaffihúsinu fyrir léttar veitingar og við vonum innilega að Dalvíkurbyggðarbúar taki vel í þessa nýbreytni hjá okkur og leggi sitt að mörkum í þróun þeirra.
 
Í framtíðinni verða þessi kvöld nýtt fyrir ýmsar uppákomur sem við auglýsum vandlega á heimasíðu bókasafnsins og samfélagsmiðlum. Við hvetjum alla sem hafa hugmynd af viðburði eða uppábroti að hafa samband við okkur og taka þátt í að þróa verkefnið.