Sjáði - hvað amma og afi lásu

Sjáði - hvað amma og afi lásu

Nú um helgina verður haldin barnamenningarhátíð í Bergi. Einnig hefur verið sett upp sýning á gömlum leikföngum í skáp í anddyri Bergs úr leikfangasafni Guðbjargar Ringsted, sú sýning mun standa fram eftir sumri.
Af þessu tilefni hefur bókasafnið tínt fram gamlar barnabækur, sem legið hafa í geymslu í mislangann tíma. Þessar bækur eru nú til sýnis og útláns eins og hver og einn vill. Þarna eru bækur eins og Sagan af Hjalta litla eftir Stefán Jónsson, Árnabækurnar eftir Ármann Kr. Einarsson, einnig Óskasteininn og Yfir fjöllin fagurblá eftir sama höfund - ásamt Ævintýri úr sveitinni og Ævintýri úr borginni. Garðar og Glóblesi eftir Hjört Gíslason og Strákur á kúskinnsskóm eftir Gest Hannsson.
Erlendar bækur eins og Klói segir frá eftir Annik Saxegaard, Átta börn og amma þeirra í skóginum og fleiri eftir Anne-Cath Westly, Tarzan- bækurnar og Jóa-bækurnar. Þessa upptalningu er hægt hafa miklu lengri, en nú er bara að koma við á bókasafninu og skoða þessa gömlu vini.