Nú er frost á fróni

Nú er frost á fróni

Nú fer janúar mánuður senn að enda og febrúar tekur við í samfloti með Þorra og Góu. Sólin er farin að minna á sig inn á milli hríðarbylja og daginn tekur að lengja á ný. Það má segja að árið hafi byrjað með trompi á Bókasafninu með tilheyrandi breytingum sem vert er að útskýra nánar með þessu fréttabréfi.

Í lok október 2018 var samþykkt að leggja niður 50% starf forstöðumanns Byggðasafnsins Hvols og sameina það 100% starfi bóka- og héraðskjalasafnsins svo úr varð einn forstöðumaður safna, sem 

Björk Hólm Þorsteinsdóttir gegndi. Við þessar breytingar bættist við 50% stöðuhlutfall fyrir almennan safnastarfsmann sen hægt er að nýta að einhverju leiti á öllum söfnunum, þ.e. byggða-, bóka- og héraðskjalasafninu og úr varð 100% staða sem ber titilinn, starfsmaður safna. Björk Eldjárn Kristjánsdóttir hefur starfað á bóka- og héraðskjalasafninu síðan sumarið 2017, ýmist sem sumarstarfsmaður og almennur safnastarfsmaður í 50% stöðu. Frá sameiningu safnanna hefur Björk Eldjárn gengt starfi sem starfsmaður safna og hefur verið að móta mismunandi aðferðir sem tengja söfnin saman. M.a. hefur verið prófað að skipta upp leikskólaheimsóknum á bóka- og byggðasafn, þannig að börn Dalvíkurbyggðar fái að kynnast bóka- og menningararf okkar byggðalags. Þessi aðferð lofar afar góðu og mun starfið halda áfram að þróast í átt að meira samstarfi milli  safnanna.

Björk Hólm fer í barnsburðarleyfi

Janúarmánuðurinn á söfnum Dalvíkurbyggðar hefur þó farið í miklar breytingar sem einkennast á ráðningum í afleysingar á söfnum Dalvíkurbyggðar. Eins og flestir vita þá hefur Björk Hólm Þorsteinsdóttir forstöðukona, loks komist í langþráð barnsburðarleyfi. Björk Hólm mun vera í leyfi út árið 2019, en í hennar stað mun Björk Eldjárn sinna afleysingu forstöðumanns safna. 

Við þessar breytingar var auglýst eftir starfsmanni safna í tímabundna ráðningu í allt að 11 mánuði. Umsóknarfrestur rann út 20. janúar sl. og var Anna Sigríður Hjaltadóttir ráðin í starfið. Við bjóðum Önnu hjartanlega velkomna í safnahópinn.

 

Anna Sigríður Hjaltadóttir og Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Á meðan að á öllu þessu ferli stóð, hafa aðrir starfsmenn safnanna staðið vaktin og látið allt starf ganga upp eins og það er vant. Sigurlaug Stefánsdóttir hefur sinnt ýmsum störfum á héraðskjalasafninu og Rósa okkar Þorgilsdóttir, sem unnið hefur hjá okkur í fjölda mörg ár, hefur staðið vaktina síðan í byrjun janúar í afleysingu fyrir Jolöntu, sem kemur aftur til starfa í febrúar.  Kristný Maren Þorvaldsdóttir mun halda áfram að standa laugardags vaktirnar á byggðasafninu sem hefjast nú frá og með 2. febrúar þar til sumaropnun hefst í júní. 

 

Líkt og fyrr segir mun starf bókasafnsins halda sýnu striki og munu laugardags opnun hefjast á ný frá og með 9. febrúar næstkomandi. Árið verður viðburðaríkt eins og áður og hlökkum við til nýrra ævintýra með ykkur kæru bóka- og menningarvinir.