Norræna bókasafnsvikan 12.-18. nóvember

Þema norrænu bókasafnsvikunnar, sem nú stendur yfir, er: Konan í norðri.  Af þeim ástæðum mun bókasafnið vekja athygli safngesta á norrænum kvenkynsrithöfundum. Viljum við með því glæða áhuga safngesta á þessum hópi rithöfunda.
Sérstakelga er núna bent á Sigrid Undset og Astrid Lindgren, sem báðar eru mjög þekktir rithöfundar um allan heim.

Á heimasíðu norrænu bókasafnsvikunnar http://www.bibliotek.org/ segir meðal annars: 
Þátttaka kvenna í norrænu menningarlífi og menningarsögu hefur verið og er mikilvægt. Konur hafa haldið uppi gömlum hefðum um leið og þær hafa verið nýskapandi. Konur hafa átt ríkan þátt í að skapa þann stöðugleika og öryggi sem við búum við á Norðurlöndum í dag.
Þar má einnig lesa ýmsan fróðleik um Norrænu bókasafnsvikuna og þá höfunda sem bent er á í þetta sinn.