Lokað á miðvikudag milli 13.00-17.00 á Bóka- og héraðsskjalasafni

Á miðvikudaginn nk. (14. nóvember) verður lokað á Bókasafni Dalvíkurbyggðar og Héraðsskjalasafni Svarfdæla frá klukkan 13.00-17.00 vegna skipulagsdags safnanna. Við biðjumst innilegrar velvirðingar á öllum þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Það verður hægt að skila bókum í þar til gerðan skilakassa sem staðsettur verður á afgreiðsluborðinu svo enginn þarf að örvænta.

Í skiptum fyrir skilninginn og umburðarlyndi fyrir þessum breytingu bjóðum við fólki að nýta tækifærið og komast hjá sektum þennan eina dag - það má því skila þeim bókum sem það er komið í "synd með" í skilakassann og hlaupa svo burtu áhyggjulaust. Það þarf þó helst að hlaupa. 

Lifið heil og eigið góða viku!