Lokað á laugardögum í janúar

Kæru vinir

Vegna breytinga í starfsmannamálum verðum við því miður að hafa lokað á laugardögum í janúar. Ef allt nær fram að ganga getum við boðið upp á laugardagsopnanir strax í febrúar en það verður auglýst nánar síðar. 

Á meðan á þessum aðstæðum stendur verður hægt að skila bókum í þar til gerðan kassa sem verður staðsettur á afgreiðsluborði bókasafnsins á meðan er opið í húsinu á laugardögum. 

Við vonum að allir sýni okkur biðlund og skilning, en við hlökkum strax til að opna á ný og verja með ykkur dýrmætum laugardagsstundum. 

Bestu kveðjur

Starfsfólk Bókasafns Dalvíkurbyggðar