Laust starf á söfnum Dalvíkurbyggðar

Laust starf á söfnum Dalvíkurbyggðar
Nú leitum við að einstakling sem hefur áhuga á því að starfa í fjölbreyttu og menningarlegu umhverfi. Um er að ræða 75% stöðu sem dreifist hlutfallslega á bókasafn Dalvíkurbyggðar, byggðasafnið Hvol og héraðsskjalasafn Svarfdæla. Vinnutíminn er frá 11.00 - 17.00 virka daga en að auki býðst að taka helgarvaktir á bókasafni.
 
Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og æskilegt er að hann hafi stúdentspróf eða aðra sambærilega menntun.
 
Hæfnikröfur
 
- Rík þjónustulund og frumkvæði í starfi
- Sveigjanleiki og vilji til að prófa nýja hluti.
- Góð tungumálaþekking, helst í máli og riti.
- Góð tölvukunnátta, þekking á samfélagsmiðlum og færni til að tileinka sér ný forrit.
- Góð færni í félagslegum samskiptum og áhugi menningarmálum.
- Reynsla af safnastarfi og upplýsingagjöf er kostur.
 
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf ekki seinna en um miðjan janúar eða samkvæmt samkomulagi.
Laun og launakjör eru í samræmi við kjarasamning Sambands íslenskra sveitafélaga og KJALAR.
 
Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2021 nk.
 
Sótt er um starfið í gegnum Íbúagátt Dalvíkurbyggðar - Mín dalvíkurbyggð (min.dalvikurbyggd.is). Ásamt umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og stutt persónuleg kynning á umsækjanda.
 
Allar frekari upplýsingar veitir Björk Hólm, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs í síma 460-4931 eða á netfangið bjork@dalvikurbyggd.is.