Íslensku glæpaverðlaunin

Glæpasagan Skipið eftir Stefán Mána hlaut íslensku glæpasagnaverðlaunin, Blóðdropann í ár.  Hún er jafnframt framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna 2008.

Hið íslenska glæpafélag veitir verðlaunin, en í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu sagði meðal anars: 

"Blóðdropann 2007 og tilnefningu Íslands til Glerlykilsins hlýtur Stefán Máni fyrir sögu sína Skipið. Höfundur sýnir í þessu verki geysigóð tök sín á forminu, þar sem hann skapar svo þrúgandi og ógnvekjandi andrúmsloft að lesandinn á bágt með að slíta sig frá ógeðfelldri áhöfn hins skelfilega skips."

Skipið segir frá fraktskipinu Per, sem er með heldur skrautlega áhöfn.   Skipverjarnir eru flestir með eitthvað misjafnt í pokahorninu, sem leiðir að lokum til uppgjörs þegar sambandið við umheiminn rofnar.

Skipið er sjötta bók Stefáns.  Áður hafa komið út:   Myrkravél 1999, Hótel Kalifornía 2001,  Ísrael, saga af manni 2002,  Svartur á leik 2004,  Túristi 2005.
Allar þessar bækur eru til á bókasafninu