Handskrifuðu sveitarblöðin - sýning í kjallara ráðhússins

Handskrifuðu sveitarblöðin - sýning í kjallara ráðhússins

Í sýningarskápnum í kjallara ráðhússins hefur verið sett upp sýning til að minna á handskrifuðu sveitarblöðin sem ungmennafélögin í Dalvíkurbyggð gáfu út á árunum 1910 - 1960. Í sveitarblöðunum er að finna umræðuefni þess tíma og eru hvatningarerindi, deilur, kvæði og gamansögur áberandi. Gripir frá Byggðasafninu á Hvoli prýða skápinn. Endilega kíkið í kjallarann.