Hádegisfyrirlestur 6. mars

Í marsmánuði verður hádegisfyrirlesturinn helgaður upplýsingatækni. Laufey Eiríksdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur kennir á vefgáttina leitir.is

Leitir.is er sameiginlegur vefur margra gagnagrunna s.s. gegnir.is,timarit.is, hvar.is o.fl. Að kunna að leita sér upplýsinga er eitt það nauðsynlegasta sem nútímamaðurinn þarf og að kunna á leitir.is er góður grunnur fyrir alla eldri en 10 ára. Í fyrirlestrinum verður auk þess að kynna vefgáttina og leitartækni, farið í atriði sem skipta alla notendur bókasafna máli. Kennt verður að panta vinsælt efni og að framlengja lán á gögnum o.fl, o.fl.

Fyrirlesturinn hefst kl. 12:15 og það eru allir velkomnir.