Guðbrandsbiblía

Guðbrandsbiblía

Nýlega var Héraðsskjalasafni Svarfdæla fært ljósrit af Guðbrands-Biblíu. Númer 35 af 500 tölusettum eintökum, sem gerð voru. Saga hennar er sú að hún var gefin Vallakirkju 1958 af Stefaníu og Valdimar Snævar, foreldrum þáverandi prests á Völlum. Þessi biblía var síðan varðveitt í kirkjunni, þar til hún tekin í geymslu vegna endurbyggingar kirkjunnar. Víga átti kirkjuna þann 24. nóvember 1996 og var biblían aftur komin á sinn stað, er hún brann aðfararnótt 1. nóvember. Eftir brunann var ýmislegt dót úr rústunum sett í kar og komið í geymslu. Mörgum árum seinna átti að losa karið, talið var að þetta væri allt ónýtt dót og fannst þá biblían, sem hafði bara brunnið að ofan og sortnað á hliðum. Að öðru leyti er hún heil og óbrunnin. Guðsorð brennur ekki!