Gluggi 19: Gjafaleik lokið

Gluggi 19: Gjafaleik lokið

Jólamenning - talið niður í jólin

Gluggi nr. 19

 

Gjafaleik lokið!
 
Við höfum dregið úr bókagjafaleiknum og er það hún Arnheiður Hallgrímsdóttir sem var svo heppin að vinna að þessu sinni. Hana langaði að lesa bókina Gata mæðranna eftir Kristínu Mörju og við vonum svo sannarlega að henni takist það.
 
Vinningurinn bíður eftir að vera sóttur á safnið en það eru að sjálfsögðu bókaverðlaun. Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna og það var gaman að sjá hvaða bækur þið vilduð helst lesa um og yfir jólin. Endilega verið dugleg og koma og fá bækur hjá okkur og við minnum á að þó þær séu ekki inni, þá er alltaf hægt að stofna frátekt og þið fáið hana um leið og röðin er komin að ykkur.