Gluggi 16: Ljóðalestur frá aðstoðarmönnum jólasveinanna

Gluggi 16: Ljóðalestur frá aðstoðarmönnum jólasveinanna

Jólamenning - talið niður í jólin 

Gluggi nr. 16

 

Í dag komu í heimsókn til okkar aðstoðarmenn jólasveinanna og sögðu okkur sögur af ævintýrum þeirra. Nú hafa Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir og Pottasleikir allir komið til byggða og unnið góðverk og hér í myndbandinu heyrum við skemmtileg ljóð um þá. Við hvetjum ykkur til að hlusta á þessar frábæru aðstoðarmenn jólasveinanna flytja ljóðin á sinn einstaka hátt. Hægt er að horfa á myndbandið hér.
 

Við áttum að skila til allra þessari jólakveðju frá þeim:

"NJÓTIÐ JÓLANNA"

 

Á bókasafninu má finna heilan helling af barnabókum um jólasveinanna og jólahátíðina sem hægt er að taka að láni. Hér er opið alla virka daga frá 10-17.