Fyrirlestri FRESTAÐ

Í ljósi alls sem á sér stað í samfélaginu okkar um þessar mundir hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta fyrirhuguðum fyrirlestri Dagfríðar Óskar og Óla Steinars í Menningarhúsinu Bergi sem átti að vera núna á fimmtudaginn, 12. mars - Hvað getur ein fjölskylda gert? 

Það er auðvitað alltaf leiðinlegt að þurfa að grípa til aðgerða sem þessara en á meðan óvissa ríkir í samfélaginu teljum við óvarlegt að stofna til fjöldasamkomu við núverandi aðstæður. Ákveðið hefur verið að halda fyrirlesturinn í september í staðinn - þegar einhverjum böndum hefur vonandi verið náð utanum ástandið. 

Við vonum að þið sýnið okkur skilning og þolinmæði og mætið hress og kát í september <3