Frábær nýting á safnkosti bókasafnsins

Tekin hafa verið saman útlán hjá Bókasafni Dalvíkur frá 2004 og eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti hafa útlán safnsins aukist jafnt og þétt þessi ár. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs, hafa útlánin þrisvar farið yfir 1000 útlán á mánuði, sem telst mjög gott, og aðallestrarmánuðurnir eftir.  Þetta viljum við að hluta til þakka tilkomu Gegnis, sem er miðlægur gagnagrunnur bókasafna landsins.  Nú geta safngestir séð heima hjá sér hvort einhver bók er til á þeirra safni og einnig hvort hún er inni eða ekki. Með þessu móti hefur millisafnalán aukist mikið, einnig heimildaleit fyrir safngesti, þar sem nú er hægt að sjá með lítilli fyrirhöfn hvar hægt er að finna einhverja ákveðna bók.

Um leið og við þökkum okkar frábæru lánþegum traust og góð samskipti þá viljum við hvetja þá og aðra íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér safnið og kosti þess enn frekar.

www.dalvik.is/bokasafn