Dalvíkurskjálftinn 80 ára

Dalvíkurskjálftinn 80 ára

Skjalasafnið mun í samstarfi við Byggðasafnið Hvol minnast þess að þann 2. júní n.k. verða 80 ár liðin frá jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Dalvík 1934. Af því tilefni verður minningarstund um skjálftann á efri hæð Byggðasafnsins kl. 16:00 mánudaginn 2. júní. Þar mun Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð tala um jarðskjálfta og almannvarnir og í framhaldi af því verða rifjaðar upp sögur sem fólk hefur heyrt eða upplifað um skjálftann og afleiðingar hans.  Eftir minningarstundina verður haldið í skjalasafnið og þar verður afhjúpað kort sem Kristján Hjartarson hefur unnið sem skýringarkort við líkanið af Dalvík sem smíðað var 1994. Þeir sem að smíðinni stóðu verða heiðursgestir við athöfnina.