Covid-staðan á Bókasafni Dalvíkurbyggðar

Covid-staðan á Bókasafni Dalvíkurbyggðar

Tilkynning – Athugið!

Að vandlega íhuguðu máli höfum við ákveðið að loka bókasafninu og Menningarhúsinu fram yfir helgi. Við tökum stöðuna aftur á mánudag og getum þá vonandi haldið opnu áfram, þó sennilega með einhverjum takmörkunum.

Á meðan smitum fjölgar jafn hratt í samfélaginu okkar og raun ber vitni teljum við það óskynsamlegt að halda úti þjónustu þar sem svo margir einstaklingar úr ótengdum hópum sækja. Það er ömurlegt en því miður sú staða sem við stöndum frammi fyrir í dag.

Hugur okkar er hjá öllum þeim sem kljást við þessa ömurlegu veiru og starfsfólk safnanna sendir þeim og aðstandendum þeirra hlýjar hugsanir og baráttukveðjur.

Við höldum áfram með bókaskutlið og ef fólk hringir eða hefur samband fyrir kl. 14.00 verður hægt að keyra út þeim bókum í dag. Ekki verður tekið við pöntunum á laugardag eða eftir kl. 14.00.

Bókaskutlið virkar þannig að fólk hringir í síma 460-4930, gefur upp kennitölu og heimilisfang og bókina sem það óskar sér. Æskilegt er að fólk sé sjálft búið að fletta því upp á leitir.is hvort bókin er inni.

Þetta er bara tímabil. Við komumst í gegnum þetta saman ❤❤️

p.s.
Við hvetjum ykkur til að halda í gleðina á þessum síðustu og verstu, klæða ykkur upp í búninga og taka þátt í hrekkjavöku-facebook leiknum okkar á facebook. 

Ást og kærleikur <3
Þríeykið á bókasafninu