Bókmenntakvöld Við höfnina

Þriðjudaginn 2. desember næstkomandi verður haldið bókmenntakvöld á veitingastaðnum Við Höfnina en það er Bókasafn Dalvíkur sem stendur fyrir þessari uppákomu. Þar munu heimamenn lesa úr nýútkomnum bókum sínum og annarra. Þetta er þriðja bókmenntakvöldið sem haldið hefur verið og hefur aðsókn farið vaxandi ár frá ári enda er þetta mjög skemmtileg stund fyrir alla bókaunnendur. Það er því um að gera að fjölmenna og eiga saman notalegt kvöld með kaffi, piparkökum og kertaljósi.

Dagskrá:

Júlíus Júlíusson - Meistarinn og áhugamaðurinn
Heiðrún Villa Friðriksdóttir - Gerðu besta vininn betri

Einnig verður lesið upp úr eftirtölum bókum:

Gullastokkur gamlingjans - Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku
Vetrarsól - Auður Jónsdóttir
Ég skal vera Grýla - Margrét Pála Ólafsdóttir
Sá einhverfi og við hin - Jóna S. Gísladóttir
Ég hef nú sjaldan verið algild - Anna M. Guðmundsd. frá Hesteyri
Ég, ef mig skyldi kalla - Þráinn Bertelsson


Bókasafn Dalvíkur