Bókavaka í Bergi 6. desember

Bókavaka í Bergi 6. desember

Sunnudaginn 6.des kl.15:00 verður haldin bókavaka í Bergi í samstarfi bókasafnsins og Þulu. Þar koma fram þrír rithöfundar og lesa úr nýjum verkum sínum. Þetta eru þau Arnar Már Arngrímsson með bókina Sölvasaga unglings, Ingibjörg Hjartardóttir með Fjallkonan og  Urður Snædal með ljóðabókina Píslirnar hennar mömmu. Ennfremur mun Þuríður Sigurðardóttir lesa úr ljóðabók móður sinnar Jónbjargar Eyjólfsdóttur og ef tími gefst til verður lesið úr fleiri forvitnilegum bókum bókum. Allir velkomnir.