Bókasafnsdagurinn 2011

Í gær fimmtudaginn 14. apríl var haldið upp á bókasafnsdaginn í fyrsta skipti.  Aðsókn hjá okkur var með góð og þökkum við íbúum Dalvíkurbyggðar fyrir komuna og vonum að þeir hafi átt eins ánægjulegan dag og við sem hér vinnum.  Geymsla safnsins voru opnuð og fólki leyft að skoða hana.  Það vakti mikla forvitni, þar sem hluti geymslunnar er í undirgöngum og hægt er að koma upp í næsta húsi, sem vakti athygli.  Einnig var fólk beðið að skrifa niður bestu bækurnar eftir íslenska höfunda.  Þar var ýmislegt að finna og skoðanir jafn misjafnar og fólkið var margt.  Eftirtaldar bækur fengu tilnefningu:
 Karitas án titils - Íslandsklukkan - Allt hold er hey - Sér grefur gröf - Mýrin - Gangandi íkorni - Hraunfólkið - Solka - Þar sem vegurinn endar - Fornar ástir - Svartfugl - Himnaríki og helvíti - Englar Alheimsins - Blóðhófnir - Kaldaljós - Hlustarinn - Híbýli vindanna - Þriðja bónin - Furðustrandir - Jón Oddur og Jón Bjarni.