Bókasafnið lokar 12.30 á föstudag

Lokað verður á Bókasafni Dalvíkurbyggðar föstudaginn 24. janúar frá klukkan 12.30 vegna starfsdags starfsmanna Dalvíkurbyggðar.

Örvæntið þó eigi því það verður kassi í afgreiðslunni þar sem hægt verður að skila bókum fyrir helgina. Til þess að hvetja fólk til að skila bókum sem hafa legið ólesnar heima síðan um jólin (eða lengur) ætlum við að skella á svokölluðum sektarlausum degi þetta þýðir að þeir sem eru komnir í "synd og skömm" með margar bækur geta sloppið við sekt og dæmandi augnarráð bókavarðar (djók - við dæmum ekki) með því að lauma bókum í skilakassa þennan dag. Allir græða - við endurheimtum bækurnar okkar og þið sleppið við sektina. 

Á laugardaginn verður hefðbundin opnun á bókasafninu frá 13.00-16.00 en klukkan 14.00 endurtökum við leikinn frá síðasta laugardegi og höfum Tónatrítl í umsjá Aspar Eldjárn. Tónlistarstundin er í samstarfi við Menningarsjóð Dalvíkurbyggðar og bókasafnið og hentar börnum á aldrinum 1-3 ára og foreldrum þeirra. Fjörið einkennist af söng og dans þar sem áhersla er á fín- og grófhreyfingar, virka hlustun og spilagleði. Síðast var svaka fjör og gera má ráð fyrir mikilli gleði næsta laugardag. 

Fljótlega birtum við síðan febrúar dagskrá bókasafnsins enda erum við ótrúlega spennt fyrir komandi tímum og nóg af spennandi í boði. 

                              Góðar stundir <3