Átak um söfnun skjala sóknarnefnda

Átak um söfnun skjala sóknarnefnda hófst með blaðamannafundi Biskups Íslands og Félags héraðsskjalavarða á Dómkirkjuloftinu í Reykjavík 3. febrúar 2010. Staðarvalið var táknrænt því á Dómkirkjuloftinu var stofnuð fyrsta opinbera skjalavörslustofnun Íslands einvörðungu til þess að varðveita skjöl, Landsskjalasafnið árið 1882, en það hlaut árið 1915 nafnið Þjóðskjalasafn Íslands. Þjóðskjalasafnið er fagleg yfirstofnun héraðsskjalasafnanna.  Sjá alla fréttina á http://www.heradsskjalasafn.is/

Héraðsskjalasafn Svarfdæla mun á næstunni senda bréf til allra sóknarnefndaformanna í sínu umdæmi og óska eftir þeim gögnum sem enn hefur ekki verið skilað til safnsins.