Áframhaldandi lokun á bókasafni - en auknir möguleikar á móti

Áframhaldandi lokun á bókasafni - en auknir möguleikar á móti

Kæru vinir - hér eru nokkur orð um næstu misseri á bókasafninu

Því miður er staðan sú að við getum enn ekki opnað vegna gildandi takmarkanna – amk til 2. Desember. Við bindum miklar vonir við betra ástand og auknar tilslakanir þann dag.

Þar sem jólabækurnar flæða nú inn og margir orðnir spenntir að lesa nýjustu bækurnar þá ætlum við að auka aðeins við þjónustuna. Við biðjum ykkur að taka nú vel eftir og láta upplýsingarnar berast til þeirra sem vilja heyra.

Hægt verður að panta bækur (með símtali, facebook skilaboðum eða í gegnum tölvupóst – utlan@dalvikurbyggd.is) og sækja eða skila í Menningarhúsið milli 14.00-16.00 alla virka daga. Það verður móttöku/skilastöð í andyrinu en það verður ekki hægt að koma inn á safnið sjálft. Ef fólk vill skila á öðrum tíma verður áfram skilarekki í kjallara ráðhússins þar sem fólk getur skilað bókum.

Við hvetjum fólk eindregið til að skila til að hægt sé að koma nýjum bókum til fleirri á meðan á þessum tíma stendur.

Við ætlum að halda áfram með bókaskutlið en það verður aðeins keyrt út tvo daga í viku – þriðjudag og fimmtudag eftir kl. 14.00.

Við minnum á að þegar fólk pantar þarf það að gefa upp nafn og kennitölu og heimilisfang ef það vill fá bókina senda með bókaskutli.


Við munum halda áfram að henda inn uppábrotum á hversdaginn hér á facebook og Instagram svo við hvetjum ykkur eindregið til að fylgjast vel með nýjum uppfærslum.

Þetta verður allt í lagi – við hjálpumst að og komumst í gegnum þetta saman – en það er vissulega skemmtilegra að þrauka þetta ástand með góða bók í hönd