Gestaboð Kristjönu

Gestaoð Kristjönu 6. október í Bergi
Gestaoð Kristjönu 6. október í Bergi
Gestaboð Kristjönu Arngrímsdóttur verður föstudagskvöldið 6. október kl. 20:30 í Menningarhúsinu Bergi. Kristjana hefur fengið til liðs við sig tónlistarmanninn Eyþór Inga Jónsson og saman munu þau flytja norræn þjóðlög og rómantíska húmsöngva í bland við ný lög Kristjönu af komandi plötu hennar.
Gestur tónleikanna er Elvý Hreinsdóttir söngkona. Hún og maður hennar Eyþór Ingi Jónsson hafa um árabil haldið tónleika vítt um landið. Um leið bjóðum við þau hjartanlega velkomin í byggðarlagið!
Húsið opnar kl.19.30
Aðgangseyrir kr. 3000.
Opið verður á kaffihúsinu Cafe Aroma á meðan á tónleikum stendur.
Menningarfélag Dalvíkurbyggðar styrkir Gestaboðið.

Athugasemdir