Menningarhúsið Berg

Saga hússins

Menningarhúsið Berg er menningarhús íbúa Dalvíkurbyggðar. Í húsinu er fjölbreytt starfsemi en leitast er við að skapa veglega umgjörð og aðstöðu utanum hvers kyns menningarstarfsemi til dæmis listsýningar, tónlistarflutning og menningartengda ferðaþjónustu auk þess að bjóða upp á aðstöðu fyrir ráðstefnuhald.