Sviðslist

Menningarlíf í Dalvíkurbyggð er mjög ríkulegt og skipar tónlist þar stóran sess. Í sveitarfélaginu er starfandi sex kórar auk barnakórs og því má gera ráð fyrir að alls taka um 100 manns þátt í reglulegu söngstarfi. Auk þess eru starfandi hér í sveitarfélaginu mjög frambærilegir tónlistarmenn á ýmsum sviðum tónlistar. Leikfélag Dalvíkur er öflugt áhugamannaleikfélag sem hefur sett upp sýningar ár hvert undanfarin ár. Sýningarnar hafa verið af ýmsum toga allt frá frumsömdum verkum eftir heimamenn yfir í klassísk leikverk.