Fundir

Í Menningarhúsinu Bergi er boðið upp á fyrirtaks aðstöðu fyrir funda- og ráðstefnuhald. Í rúmgóðum sal sem rúmar 160 manns í sæti eða 100 manns við borð er fullkomið hljóðkerfi, myndvarpi, stórt tjald og flygill. 180 manns geta komist í sæti með því að nýta kaffihúsið Þulu ásamt salnum. Á efri hæð hússins er lítið fundarherbergi.

Dalvíkurbyggð er kjörið svæði fyrir ráðstefnur og fundi. Friðsælt umhverfið og nálægð við stórbrotna náttúru veita gestum okkar kraft sem skilar sér í störfum þeirra. Auk þess að bjóða upp á góða inniaðstöðu er hér ýmis skemmtileg afþreying í boði, sumar og vetur, sem ætti að geta freistað gesta eftir langar setur á ráðstefnum og fundum.