Aðstaða

Berg hentar vel fyrir allar gerðir af ráðstefnum og fundum. Salurinn tekur allt að 180 manns í sæti en ef notuð er borð er hægt að koma fyrir 100 manns.

Í húsinu er allur grunnbúnaður sem þarf fyrir ráðstefnuhald, skjávarpi, tjald, nettengingar og einfalt hljóðkerfi fyrir ræðuhöld.

Á efri hæð er minna fundarherbergi fyrir fundi fyrir allt að 12 manns.

Anddyrið er rúmgott og bjart með skemmtilegu útsýni og er tilvalið fyrir móttökur og kynningar.

Að auki er frábært útisvæði við húsið með stórum palli sem snýr mót suðri og veitir skjól fyrir svölum vindum hafsins. Þar er tilvalið að setjast út, njóta veðurblíðunnar og hlaða batteríin.