Fundargerð, 95. fundur Menningarfélagsins Bergs ses.

95. fundur í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses.

Haldinn í Bergi 8. júlí 2020, Fundur hófst kl. 14:00.

Mættir: Freyr Antonsson, Dóróþea Reimarsdóttir, Gunnþór E. Gunnþórsson, Íris Hauksdóttir og Björk Hólm Þorsteinsdóttir. Kristjana Arngrímsdóttir komst ekki til fundar. Freyr og Björk stýrðu fundi. Dóróþea ritaði fundargerð.

Fundargerð 94. fundar var send rafrænt til umsagnar nefndarmanna og skoðast hún samþykkt.

 

Dagskrá:

Staða framkvæmda í Bergi og fyrirhuguð opnunarhátíð

Óformlega verður opnað á morgun en þá verður veitingaleyfi fengið. Opnunarhátíðin rædd en hún verður að bíða þar til lengra líður á sumarið.

Ráðning starfsmanns

Ráða þarf starfsmann í 100% starf frá 1. ágúst til áramóta, með sveigjanlegan vinnutíma. Möguleiki á áframhaldandi ráðningu eftir það þegar reynsla hefur fengist. Starfssvið rætt sem og starfslýsing. Forstöðumanni og formanni stjórnar falið að ganga frá starfslýsingu og auglýsa starfið í næstu viku.

Gjaldskrá

Gjaldskráin uppfærð miðað við nýjar forsendur og samþykkt. Ákveðið að endurskoða hana fyrir árslok.

Leiguskilmálar/Samningur

Ákveðið að greiða þurfi staðfestingargjald þegar húsið er bókað. Björk falið að vinna drög að leiguskilmálum og að kanna tryggingu á eldhúsbúnaði.

Þrif

Ýmis not af húsnæðinu munu falla utan vinnutíma fasts starfsmanns. Rætt um lausnir á því sem gætu m.a. verið yfirvinna starfsmannsins, aflsáttur af leigu og þrif þá ekki innifalin, verktaka eða fjáröflun félagsamtaka.

Bókanir viðburða í húsinu

Samþykkt að bókunartímabil verði þrjú á ári, sept-des (opið til umsóknar í júlí), jan-apríl (opið til umsókna í nóvember) og maí-ágúst (opin til umsóknar í mars). Fyrsta tímabilið nái þó yfir ágúst-des 2020 og opnað verði fyrir umsóknir frá og með 10. júlí. Almenna reglan verði að opið sé til umsókna í 2 vikur. Þá hafa allir jafna möguleika að sækja um, eftir það gildir að fyrstur kemur fyrstur fær.

Matseðill

Stefnt að því að hafa á matseðlinum framleiðslu úr héraði eins og kostur er. Drög að matseðli lögð fram.

 

Fundi slitið kl. 16:00.