Ferðaþjónusta

Ferðaþjónusta á svæðinu er öflug. Hér er gott hótel auk smærri gististaða svo ekki væsir um gesti. Það er auðvelt að nálgast veitingar því í húsinu er Basalt cafe+bistro auk þess sem fleiri veitingastaðir/matsölustaðir eru í Dalvíkurbyggð.

Afþreying er með besta móti, hvalaskoðun, sjóstöng, hestaferðir, sund, safn og skíði eru meðal þess sem hér er í boði auk þess sem hér eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í að skipuleggja hvataferðir, ævintýraferðir og fl. Nánari upplýsingar um ferðaþjónustu á svæðinu er að finna á www.visittrollaskagi.is