Fundargerð, 96. fundur Menningarfélagsins Bergs ses.

96. Fundur í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses.

Haldinn í Bergi 3. September 2020, fundur hófst 08.30.

 

Mættir: Freyr Antonsson, Gunnþór E. Gunnþórsson og Björk Hólm Þorsteinsdóttir. Freyr og Björk stýrðu fundi. Björk Hólm ritaði fundargerð.

 

Dagskrá.

Stuttur stöðufundur um stöðu mála og ráðningar.

Starf umsjónarmanns var auglýst til umsóknar og alls bárust tvær umsóknir um starfið. Tekin var ákvörðun um að fresta ráðningu starfsmanns fyrir húsið þar til aðstæður í þjóðfélaginu skýrast.

Ákveðið að bjóða upp á lágmarksþjónustu á kaffihúsi og reyna að hafa sem mest í sjálfsafgreiðslu á meðan óvissa ríkir um ástand heimsfaraldurs og áhrif hans á veitingarekstur.

Mikilvægt að hægt verði að kaupa kaffi og einhverjar litlar veitingar þegar það er opið í húsinu.

Forstöðumanni falið að finna einhverja útfærslu á því máli.

 

Ljóst er að aðstæður í samfélaginu geta breyst með litlum fyrirvara og mikilvægt að starfsemin sé viðbúin því að aðlaga sig breyttum aðstæðum miðað við gildandi takmarkanir hverju sinni.