Berg menningarhús er staðsett á Dalvík, í hjarta bæjarins. Húsið tengist ráðhúsi Dalvíkur með undirgöngum en þannig verður flæði á milli starfsemi Bókasafns Dalvíkurbyggðar og Héraðsskjalasafns Svarfdæla.
Aðgengi að húsinu er gott og næg bílastæði fyrir framan húsið. Rampur upp að húsinu gerir aðgengi fyrir fatlaða gott ásamt því að engir þröskuldar eru í húsinu. Dalvík er í um það bil 45 km fjarlægð frá Akureyri en góðar samgöngur eru þangað og rútuferðir allt árið um kring.