Starfsemin

Húsið er glæsileg umgjörð utan um hverskonar menningarstarfsemi, sérstaklega listsýningar, tónleika, ráðstefnur og menningartengda ferðaþjónustu. Starfssemi hússins er þríþætt en þar er Bókasafn Dalvíkurbyggðar, kaffihúsið Basalt cafe - bistro og síðast en ekki síst salurinn með öllum sínum viðburðum.

Salurinn tekur 180 manns í sæti og er hugsaður sem fjölnota salur. Hann er sérstaklega hannaður til þess að bera vel hljóð og hentar því einkar vel fyrir tónlistarflutning. Einnig eru þar listsýningar af ýmsu tagi.

Anddyrið sjálft er opið með fallegu útsýni yfir höfnina og út Eyjafjörð. Þar er hægt að setjast niður, fá sér kaffi á Basalt cafe+bistro, lesa blöðin og fara á netið.

Bókasafn Dalvíkurbyggðar 

Opnunartími bókasafnsins er frá kl. 10:00-17:00 alla virka daga. Á laugardögum er opið frá 13:00-16:00. 
www.dalvikurbyggd.is/bokasafn

Í sumar er Basalt opið mánudaga - föstudaga frá kl. 09:00-17:00 og á laugardögum frá kl. 12:00-17.00.