Starfsemin

Starfsemin

Húsið er glæsileg umgjörð utan um hverskonar menningarstarfsemi, sérstaklega listsýningar, tónleika, ráðstefnur og menningartengda ferðaþjónustu. Starfssemi hússins er þríþætt, þar er Bókasafn Dalvíkurbyggðar, kaffihús og síðast en ekki síst salurinn með öllum sínum viðburðum.

Salurinn tekur 180 manns í sæti og er hugsaður sem fjölnota salur. Hann er sérstaklega hannaður til þess að bera vel hljóð og hentar því einkar vel fyrir tónlistarflutning. Einnig eru þar listsýningar af ýmsu tagi. Anddyrið sjálft er opið með fallegu útsýni yfir höfnina og út Eyjafjörð. Þar er hægt að setjast niður, fá sér kaffi á snarl-barnum, lesa blöðin og fara á netið.

Í júní árið 2020 hófst nýtt fyrirkomulag á veitingarekstri í húsinu. Menningarfélagið stendur fyrir rekstri á svokölluðum snarlbar þar sem hægt er að versla kaffi, drykki og léttar veitingar þegar húsið er opið. Umsjón aðstöðunnar er hins vegar opin til umsóknar í styttri tímabil. Hægt er að sækja um að hafa hádegismat, kaffihús, kvöldverði, barkvöld eða aðra matarviðburði. Hægt er að sækja um einn dag, helgi, viku eða lengra tímabil í samráði við forstöðumann. Einstaklingar og fyrirtæki sem sækja um að halda matarviðburði í umboði Menningarfélagsins borga enga leigu en greiða þess í stað 15% af innkomunni til Menningarfélagsins Bergs ses. Það skal tekið skýrt fram að öll sala í húsinu fer fram í gegnum kassakerfi Menningarfélagsins og ekki er hægt að semja um annað. Hugmyndin er að allir hafi jafna möguleika á að láta ljós sitt skína í Menningarhúsinu okkar. Starfandi veitingaaðilar í Dalvíkurbyggð geta einnig tekið að sér aðstöðuna og haldið stærri viðburði. Við hvetjum alla sem hafa einhverjar spurningar að hafa samband við Björk Hólm forstöðumann hússins eða Frey Antonsson formann stjórnar. 

Nánari upplýsingar um bókunar- og umsóknarferlið er að finna HÉR.

Úthlutunarreglur og almenna skilmála má nálgast HÉR - og starfsreglur stjórnar HÉR.