Sýning um störfin í sveitinni

Í sýningarskáp skjalasafnsins er nú komin upp ný sýning sem ber heitið Sveitin og sveitastörf. Þar er að finna m.a. ljósmyndir sem sýna fólk við vinnu og verða sýndar í sumar á vegg með skýringum myndahópsins. Einnig er að finna sýnishorn úr sögu Búnaðarfélags Svarfdæla eftir Gest Vilhjálmsson en handritið er að finna á skjalasafninu. Dagbækur bænda, fjárbækur o.fl sem bændur hafa ritað bæði til gagns og gamans. Skápurinn er fyrir framan skjalasafnið og sýningin er því opin þegar Ráðhúsið er opið. Allir velkomnir í kjallarann.