Sumarlestur skólabarna

Sumarlestur skólabarna

Bókasafnið býður upp á samvinnu við foreldra sem vilja hvetja börn sín til að lesa bækur í sumar. Samvinnan felst í því að gerður verður samningur á milli bókasafnsins og barnsins/foreldra um fjölda bóka sem á að lesa. Starfsmaður bókasafnsins velur í samvinnu við foreldra og barnið bækur sem hæfa lestrarfærni og áhuga. Ákveðinn verður tími til að skila lesinni bók og næsta valin. Til að taka þátt í sumarlestrinum þurfa barn og a.m.k. annað foreldri eða staðgengill foreldris t.d. afi/amma að skrá sig hjá Laufeyju á bókasafninu og fá þá afhent skráningarhefti til að auðveldara sé að fylgjast með lestrinum.