Opinn framboðsfundur allra framboða til sveitastjórnarkosninga

Opinn framboðsfundur allra framboða til sveitastjórnarkosninga
Bókasafn Dalvíkurbyggðar stendur fyrir opnum fundi fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar þar sem öll framboð fá tækifæri til að kynna sig og svara spurningum sem brenna á íbúum.
 
Þrír frambjóðendur allra flokka munu sitja í pallborði og fundarstjórn er í höndum Gísla Rúnars Gylfasonar.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi
Öll framboð kynna sig og málefni sín.
Tekið við spurningum úr sal.
Framboð flytja stutta lokaræðu.
 
Sveitastjórnarkosningar eru mikilvægur þáttur í lýðræði og er miðlun upplýsinga til íbúa er jafnframt mikivægur liður í starfssemi bókasafnsins.
 
Við hvetjum fólk til að fjölmenna, kynna sér málefnin að alúð og koma undirbúin með spurningar til framboðanna.
Ekki er tekið við nafnlausum spurningum til frambjóðenda en ef einhver getur alls ekki mætt á staðinn má senda spurningar undir nafni á netfang bókasafnsins (utlan@dalvikurbyggd.is) og þeim verður komið áleiðis til fundarstjóra.