Hádegisfyrirlestur í Bergi 25. febrúar

Hádegisfyrirlestur í Bergi 25. febrúar

Hádegisfyrirlesturinn í febrúar verður fluttur af Brynhildi Þórarinsdóttur rithöfundi og dósent við Háskólann á Akureyri. Brynhildur hefur rannsakað og fjallað um bóklestur barna og unglinga og kennir m.a. barnabókmenntir við kennaradeild HA. Fyrirlesturinn kallar hún "Bókaorma-eldi: Hvað gerir börn að áhugasömum lesendum?"

Fyrirlesturinn hefst stundvíslega kl. 12:15 og stendur til kl. 13:00. Allir þeir sem hafa áhuga á eða koma að uppeldi barna og unglinga eru hjartanlega velkomnir. Við bendum á að það er heimilt að taka með sér veitingar frá hádegisverðarborði Þulu inn í fyrirlestrarsalinn.