Skert þjónusta á bókasafni vegna uppfærslu

Alma tekur við af Gegni nú í sumar
Alma tekur við af Gegni nú í sumar

Nýtt bókasafnskerfi verður tekið í gagnið í sumar sem mun taka við af Gegni.
Tilfærsla gagna frá Gegni yfir á Ölmu hefst í dag 31. maí og mun það hafa áhrif á þjónustuna að einhverju leiti.
Búast má við einhverri skerðingu í júní en við vonum svo sannarlega að það komi ekki að sök. Auk þess hefst fljótlega notkun á nýja kerfinu en starfsfólk er í óða önn að læra og fikra sig áfram.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Við biðjum ykkur að passa extra vel upp á safnkostinn okkar á meðan við göngum í gegnum breytingarnar.
Verið ávallt velkomin á bókasanfið.

Kær kveðja,
Starfsfólk.